9.9.2007 | 13:11
Fullorðinsbleyjur og Sjónvarpsdagskráin
Féll inn á gólf hjá mér um lúguna, pési kenndur við dagskrá sjónvarpsstöðvanna, ágætis upplýsingarit fyrir textavarpsfatlaðann mann einsog mig með bilaða fjarstýringu.
Ég blaðaði í þessu í eirðaleysi mínu meðan dönsk lögreglu kona, ana phil að nafni, handtók glæpon á plasmatækinu í stofunni hjá mér. Á sama tíma jók ég þó hraðann á pésanum þar sem auglýsingarnar æptu á móti mér með sófum, húsgögnum og öðrum veraldlegum lúxus munaði á stanslausu tilboði.
Loks aftast fann ég svo hina meintu dagskrá sem var sneisafull af áhugaverðu afþreyingarefni á öllum stöðvum. Engu má missa af, allt er í boði.
Samt ekkert annað en ókeypis frírit stútfullt af auglýsingpeningi með algjörlega óþarft notagildi, nema fyrir það eina að vera prentað á ágætis pappír, sem sómir sér vel á útikömrum sumarbústaðanna.
Kolefnisefnajafnabætt sjónvarpsdagskrá skiluð aftur í náttúruna þaðan sem hún kom. Verst að það er engar góðar myndir af íslenskum pólitíkusum í henni. En það er svo sem ekkert amalegt að þerra á sér gatið á fjögur hundruð þúsund króna hornsófa á tilboði.
"hvernig er það á maður ekkert að fá að blogga hérna?"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.