Siðlaus matvælaverðlagning og dýr í útrýmingarhættu

Ákvað að gera mér dagamun og fá mér einn klassískan sunnudags ís í brauðformi með tilheyrandi .  Það var svo sem ekki merkilegt við það nema að hann kostaði hátt í 300 krónur, þrjú hundruð íslenskar nýkrónur, ég hafði reiknaði með á fjárlögum um 150 til 200 krónum sekúndu áður en ég rétti fram kortið, en ég nennti nú ekki að atast í afgreiðsludömunni enda bar hún kannski ekki beint ábyrgð á verðlagningunni.  En ég hugsaði með mér meðan ég naut íssins, að það hlyti að vera innflutt pandabjarnamjólk blönduð saman við djúpfrysta gerilsneydda geirfuglsmjólk miðað við prísinn á þessu.  Þrjú hundruð kall, er það eðlilegt eða er ég krónískur nískupúki?  Fóðraði þó á mér belginn nokkuð vel með þessum kaupum, það er þó jákvætt svona einu sinni.

 

“ jess sssörrrrííí…. bob, fóðraði og það vel”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband