Spennandi tímar fyrir Ísland.

Stórvinir okkar og dugnaðarforkarnir Pólsku er hafa gefið okkur mörg minnismerkin í formi byggingalistarinnar um gull og góðæristímabilið svokallaða hér á landi eru fyrir löngu búnir að fatta þetta.

En það verður skrautleg flugeldasýningin þegar öll jöklabréfin hafa fallið á gjalddaga í lok árs og krónurnar úr þeim farnar á meginlandið í mun arðsamari fjárfestingar.

Dollarinn kominn í 100 krónur og evran að nálgast 150. Það verða kerti og spil og föndraðar jólagjafir þau jólin.

Það er spurning um að maður fari að slútta þessu hérna og gerast sjálfboðaliði í zambíu þegar svo er í potti búið á litla eyríkinu.

Þeir sem á eftir verða á útskerinu Ísland, munum þurfa að byrja venja sig á að borða kattamat, því það verður það eina sem þeir munu hafa efni á og verður í boði fyrir almúgafólk svo framarlega sem það getur keypt sígarettur og brennivín.

Og síðan er aldrei að vita að Hekla gjósi síðan yfir allt saman og allir flýja til Kanada eða jafnvel snúi aftur til heimalandsins Noregs.


mbl.is Vilja upptöku evru sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð grein hjá þér. Í kjölfarið fara stjórnmálamenn kannski að átta sig á því frá hverjum þeir fá launin greidd!

Sumarliði Einar Daðason, 13.8.2008 kl. 20:13

2 identicon

Bíddu, vilja þeir taka upp Evruna því gjaldmiðillinn þeirra er svo sterkur? Eigum við ekki einmitt að taka hana upp vegna þess að okkar gjaldmiðill er svo veikur? Nú er ég svo aldeilis hlessa!

Meistari Jakob (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband