Diet light börn án viðbætts sykurs, hvað er að?

Einhver að hringja í íþrótta álfinn, börn í offituaðgerð, þetta orðasamhengi passar ekki saman, alveg einsog að tannbursta sig og fá sér máltíð er samanstendur af köldum trópí og heitri lifrapylsa.  Það gerir maður bara samt einu sinni því það myndast alveg ógleymanleg skán í efri góm sem fer seint og síðar meir.  En í raun og veru ættu barnaverndaryfirvöld í gegnum grunnskólana að vera löngu búinn að grípa inn í svona mál, 200 kg, djöfull er það fóðraður krakki.

"með aðeins einni kalóríu (en sveiflar samt blóðsykrinum í rugl og velkominn í vítahring ömurleikans) " 


mbl.is Í offituaðgerð 13 ára og tæp 200 kg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þetta er sláandi. Skólinn er ekki uppalandi barnsins,barnaverndaryfirvöld eru mjög svo sein að bregðast við, það er foreldrarnir og ég er næstum viss að umtalaður unglingur á "feitt" foreldri.

Guðlaugur Þór boðaði breytingu í heilbrigðiskerfinu, sérlega hvað varðar offitu og þunglyndi sem jú gjarnan fylgist að. Við verðum að vona að hann standi við orð sín þá verður "minna mál" að hjálpa slíkum einstaklingum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2007 kl. 10:12

2 identicon

Er ekki málið að á flestum heimilum er til nammiskápur fullur af sælgæti, snakki og öðru góðgæti. Heimili eru ekki alveg í lagi ef ekki er til nokkrar tegundir af kexi og gos í ískápnum.

Ég bara skil ekki svona! Sjálf á ég barn og passa mikið uppá hvað hann borðar og hann er ferlega sáttur við að fá hrökkbrauð ( og heldur að það sé kex) og einstöku sinnum súkkulaði rúsínur og pez. Ég veit það líka að ef að hann fer að fitna eitthvað þá mun ég elda meiri fisk og bjóða honum meiri ávexti og grænmeti málið er að taka á þessu strax við fyrstu kg án þess að senda greyin í megrun.... Ég held líka að það sé vandamál, börn eru send í megrun og það gerir þau bara æstari í að éta meir og óhollara, þau þurfa ekki að vita af því að innkaupin breytast eða að þau séu að fitna það er hægt að fara öðru vísi að hlutunum, kenna þeim að borða rétt og hreyfa sig. Ég held að foreldrar geri líka bara ekki nóg af því að fara út með börnum sínum að leika.

Steinunn (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:14

3 identicon

Geturðu bent á einhverja rannsókn sem styður fullyrðinguna um blóðsykurinn. Flestar rannsóknir sem ég hef lesið sýna að blóðsykurinn hækkar ekki sem bein svörun við gervisætu. Sumir vilja meina að insúlínnæmi aukist en það gerist alltaf ef kolvetnum er fækkað í fæði.

Bjarki Ívarsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Ísdrottningin

Það kom mér mikið á óvart í sumar þegar ég fór í útilegu á skipulagt tjaldstæði að börnin úr okkar hópi voru í stanslausu sælgætis og snakkáti alla helgina.    Ekkert af því var frá okkur foreldrunum komið heldur gengu þau bara á milli fínu hjólhýsanna og þáðu það sem þeim var boðið þegar foreldrarnir vissu ekki af.

Það er alltaf verið að gefa börnunum okkar óumbeðinn sykur og það er afar erfitt að ætlast til að þau hafi þroska til að segja nei við þær aðstæður.

Og nei, á mínu heimili er ekki nammiskápur (jú hnetur og rúsínur, en ekki sykur, ekki einu sinni Pez!) og ekki gos í ísskápnum, ég kýs náttúrulegt fæði fyrir mitt fólk en það hamlar ekki öðrum að moka sykri í börnin mín við hin ýmsu tækifæri.

Ömmur og afar eru svo kafli útaf fyrir sig....

Svo ekki kenna foreldrunum einum um takk, málið er ekki svo einfalt! 

Ísdrottningin, 18.9.2007 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband