Færsluflokkur: Bloggar
21.9.2007 | 18:56
Allt er nú til
Er frekar vanafastur miðað við vitleysing að vera en ég hef verið að gefa auga þessum litla sæta andrex hundi á hillum stórmarkaðana og sömu sögu er að segja með lambi salernispappann. Er markaðsvæðing orðin það öfgafull að hægt er að gera og kaupa hvað sem er. Jæja nóg með það, festi kaup á þessum andrex og viti menn ég hef aldrei kynnst eins góðum og mjúkum salernispappa enda úr eðal hvolpa labradorsskinni.
"er ekki hægt að fá breiðari vörúrval í hamstramati?"
Bloggar | Breytt 23.9.2007 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 10:32
Lú hú serrrr.... Neyðarlegt
Féll af bifhjóli eftir að lögregla veitti honum eftirför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 21:06
Ísbjarna innrás á Íslandi, landið í óbyggð
jæja það er allt að gerast, veðurfarslegu heimsendaspárnar eru loks að rætast, ísöldinn er byrjuð og núna er bara að selja allar sínar veraldlegu eigur, fljúga á suðlægar slóðir og fá sér í glas. Bíða svo blekaður eftir að ísbjörn hrifsi af manni andlitið og glopri því í sig. Hin forni fjandi sem forfeður okkar bölvuðu svo lengi mun víst hafa yfirhöndina eftir allt saman.
Ís byrjaður að myndast á ný á norðurheimskautinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2007 | 14:49
Geimflaug með varnarskjöld
Ég sé bara þessa geimflaug, hvaða broskall eruð þið að tala um? geimflaug með varnarskjöld tilbúinn í orrustu í himingeimnum.
Ég þarf kannski að fara að láta sálgreina mig aftur, alltof neikvæður og hætta að horfa á þessa star trek þætti.
"traitor of the federation"´
p.s. sé núna að þetta er samsuðua úr kb og byr ef þeir ætla að sameinast.
Broskallinn er 25 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 13:24
Ofþjónusta flugfreyja og íslands pissublöðrukuldi
Hin hliðin á fréttinni er held ég þessar stanslausu þjónustutilfþrif drykkjarfanga um borð í flugvélum meðal starfsmanna, þar sem keppst er um að tæma hverja fernuna og flöskuna á fætur annarri ofan í farþega, svo maður viti nú hverjir eru bestir og broslyndastir. Erfitt fyrir góðhjartaða að neita ókeypis drykkjarföngum.
Tala nú svo ekki um þegar maður stígur um borð í vélina í heitri evrópu og út í kuldabola á útskerinu í norðri, þá á nú til að herpast aðeins saman hjá manni kúturinn. Og viti menn, ylvolg bunusprengjan rennur blíðlega niður eða maður bara sprautar þessu í landganginn.
En og aftur vil ég minna lesendur á mikilvægi fullorðinsbleyja í flugsamgöngum.
Flugfarþega varð mál í landganginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 15:53
Pay me one billion dollars!
Ég skil ekkert í þessu ég verð að segja það.... ég replæaði bara, " i not pay, i live in islandia, me salary all to loans and life" var samt að spá í að kannski fá þá til að koma hundinum fyrir kattarnef, er með ansi góða gæludýralíftryggingu á honum, bara helv... dilla í kjellingunni að vilja vera með þennan illa lyktandi 300þúsund króna pomerang sem slefar útum allt. Ég borga ekki fleirri teppahreinsanir. Ég legg aðeins inn á þá. Kem vonandi út á sléttu með hundinn, hún verður bara að fá sér fiska.
Íslendingar fá hótanir í tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 14:57
og köttur varð fyrir bíl líka
Hvaða frétt er nú þetta, handleggsbrot og önnur óheppni, copy paste úr lögregludagbókinni, skammast mín fyrir að hafa eytt tíma mínum í að lesa þessa frétt ef frétt mætti kalla. Hlýtur að vera eitthvað bitastæðari en þetta að gerast, með fullri virðingu fyrir þeim óheppnu og vitlausu gauragangsprílurum.
Hefði frekar mátt skrifa um hundinn hennar paris, víst með kvef og slæma magapínu, vart hugað lífi, það er sko áhugaverð frétt sem vert er að skoða.
"bléeessaðurr...hvað segirðu, alltaf í boltanum?"
Féll af þaki og handleggsbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 10:11
Höfrungapiss mun hægja á þessari þróun
Menn mega samt ekki gleyma þeim frosnu stórbirgðum sem eru föst í suðurheimsskautsísnum af forsögulegu höfrungapissi, þetta spendýrsþvag í ísnum getur losað út ammoníak í sjávarföllin og þar að leiðandi hraðað uppgufun vatns og aukið regn á svæðum við golfstrauminn.
"djö...núna er ég búinn að missa það, 1-1-2, já góðan daginn, fá samband við geðdeild landspítalans."
Loðfílasaur flýtir hlýnun jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 09:55
Diet light börn án viðbætts sykurs, hvað er að?
Einhver að hringja í íþrótta álfinn, börn í offituaðgerð, þetta orðasamhengi passar ekki saman, alveg einsog að tannbursta sig og fá sér máltíð er samanstendur af köldum trópí og heitri lifrapylsa. Það gerir maður bara samt einu sinni því það myndast alveg ógleymanleg skán í efri góm sem fer seint og síðar meir. En í raun og veru ættu barnaverndaryfirvöld í gegnum grunnskólana að vera löngu búinn að grípa inn í svona mál, 200 kg, djöfull er það fóðraður krakki.
"með aðeins einni kalóríu (en sveiflar samt blóðsykrinum í rugl og velkominn í vítahring ömurleikans) "
Í offituaðgerð 13 ára og tæp 200 kg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2007 | 20:00
Launa áskrift með 30% afslætti
ég bara spyr, af hverju að láta bjóða sér þetta? eru ríkisstarfsmenn eitthvað sárhentari en annað fólk á almennum markaði.
Allt að 30% launamunur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)